Um verkefnið

Á árinu 1996 var komið á samstarfi milli menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur um sérstakan stuðning við dönskukennslu á Íslandi. Í samningnum er m.a. kveðið á um ráðningu dansks sendikennara við Kennaraháskóla Íslands, ráðningu tveggja danskra farkennara til starfa í grunnskólum landsins, styrki til námsferða dönskunema á háskólastigi og verkefni á sviði endurmenntunar kennara, námsefnisgerðar, rannsókna og þróunar. 

Markmiðið með verkefninu um er að veita fræðslumiðstöðum og skólaskrifstofunum tækifæri til að efla dönskukennslu í grunnskólum á sínu svæði – sérstaklega m.t.t. bættrar kennslu í munnlegri tjáningu, miðlun danskrar menningar til nemenda og skoða mismunandi kennsluaðferðir í samvinnu við dönskukennara. Sjá samning 2024-2029 HÉR

Stjórn verkefnisins skipa:

  • Sendiherra Danmerkur á Íslandi
  • Björk Óttarsdóttir, sérfræðingur hjá Mennta- og barnamálaráðuneyti
  • Harpa Pálmadóttir, útgáfustjóri hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Kasper Karhu Greve, specialkonsulent, Styrelsen for Undervisning og Kvalitet
  • Óskar Haukur Níelsson, sérfræðingur hjá Mennta- og barnamálaráðuneyti
  • Sidsel Hansen, teamleder hos Styrelsen for Undervisning og Kvalitet
  • Sofia Esmann Busch, lektor, Ph.d. ved Professionshøjskolen Absalon
 

Verkefnisstjórar verkefnisins eru Ann-Sofie Nielsen Gremaud, associate professor(PhD) og dósent í dönsku og dönskukennslu, og Sigrún Baldursdóttir, verkefnastjóri Danskra Fjarkennara inn á Nýmennt, Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Sendilektor 2024-2025: Merete Smith-Sivertsen, Merete Smith-Sivertsen, lektor, Cand.pæd i sprogdidaktik med særligt fokus på DSA og folkeskolelærer

Rejselærer 2024-2025: Sanne Jeppesen, lærer og DSA-vejleder hos Skolen på Nyelandsvej og Tina Møller, lærer

Ambassadøren er formand for udvalget og rejselærere kan være i Island over et skoleår.

 

Ann-Sofie leiðir verkefnið fyrir hönda landanna tveggja en nýtur hún ýmiskonar praktískrar aðstoðar, hjá NýMennt á Menntavísindasviði HÍ. 

Allar nánari upplýsingar veitir 

Ann-Sofie Nielsen Gremaud
Associate Professor, PhD
Dósent í dönsku og dönskukennslu
Department of Languages and Cultures/Faculty of subject teacher education
University of Iceland
Netfang: gremaud@hi.is

Hafir þú athugasemdir, ábendingar eða aðrar spurningar um heimasíðuna eða praktísk mál verkefnisins/Har du kommentarer, forslag eller andre spørgsmål til hjemmesiden eller praktiske spørgsmål i forbindelse med projektet eller dit ophold í Island:

Sigrún Baldursdóttir
Nýmennt
Menntavísindasvið HÍ
Netfang: sbdottir@hi.is

Michael Dal, fyrrverandi dósent í kennslufræði erlendra tungumála við Menntavísindasvið HÍ, hefur haldið utan um verkefnið allt frá árinu 2000-2025. Á hann miklar þakkir skyldar fyrir frábærlega gott starf.