Fyrir sveitarfélög og skóla

Hver er ávinningur skóla við að fá danska farkennarar til sín? 

Markmiðið með verkefninu um er að veita fræðslumiðstöðum og skólaskrifstofunum tækifæri til að efla dönskukennslu í grunnskólum á sínu svæði – sérstaklega m.t.t. bættrar kennslu í munnlegri tjáningu og miðlun danskrar menningar.  

Einnig er boðið upp á tvenn gjaldfrjáls endurmenntunarnámskeið fyrir dönskukennara á Íslandi sem farkennarar taka þátt í að skipuleggja í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Danski farkennarinn á   

  • að vinna að því að bæta munnlega og skriflega færni nemenda í dönsku 
  • að brydda upp á nýjungum í dönskukennslu í samstarfi við dönskukennara skólanna 
  • að taka þátt í að þróa dönskukennsluna 
  • að vekja áhuga á nýbreytni í sambandi við gerð og notkun kennsluefnis í dönsku  
  • að vinna að miðlun danskrar menningar  
  • að skipuleggja námskeið fyrir dönskukennara á Snæfellsnesi, í samstarfi við danskan dósent á dönskusviði Menntavísindasviðs við Háskóla Íslands og skólaskrifstofuna.  

 Samvinnan milli farkennarans og dönskukennara skólanna byggir á mismunandi kennsluaðferðum þar sem áhersla er sérstaklega lögð á munnlega færni í dönsku.  Þannig gefist nemendum tækifæri til að tala og hlusta á dönsku eins og hún er töluð í Danmörku.  

  • Dönskukennarar skólans fá stuðning við að vinna að tilrauna- og þróunarstarfi í kennslu sinni. 
  • Starf farkennarans styður við og er hvetjandi fyrir dönskukennsluna, m.a. með því að farkennarinn hjálpi með að innleiða mismunandi kennsluaðferðir. 
  •  Farkennarinn leggur sérstaka áherslu á að auka munnlega færni nemenda í dönsku. 
  • Kennarar í skólum sveitarfélagsins fá aukna möguleika á að tjá sig á dönsku og fylgjast með dönsku þjóðlífi.  

 Í heild má líta á verkefnið sem þróunarverkefni í samstarfi við kennara á staðnum.  Slíkt samstarfsform hefur mikið yfirfærslugildi en gerir jafnframt kröfu um mikla persónulega virkni og aðlögun einstaklingsins að því skólasamfélagi sem um ræðir. 

Danska menntamálaráðuneytið greiðir laun danska farkennarans ásamt ferðum til og frá Íslandi.  Íslenska menntamálaráðuneytið styrkir sveitafélagið með ISKR 200.000,- á mánuði til að niðurgreiða kostnað sem tengist móttöku farkennarans. 

Sveitarfélagið:

  • leggur til húsnæði.  Gert er ráð fyrir stúdíóíbúð (að lágmarki) með húsgögnum. Áætlað er að farkennarinn komi til Íslands í lok ágúst en farkennarinn þarf  húsnæði frá 1. sept. – 31. maí. Húsnæðið verður aðsetur farkennarans á meðan á dvöl hans stendur en að auki gæti verið þörf fyrir tímabundna gistingu vegna starfa farkennarans í umdæminu fjarri föstu aðsetri hans. 

 

  • Það er æskilegt að sveitafélagið og skólaskrifstofan finni og leggi til 2ja (eða 3-ja) herbergja íbúð með húsgögnum, síma og nauðsynlegum heimilisbúnaði, þar sem farkennari hefur aðsetur.  Farkennarinn greiðir sjálfur afnotagjöld af síma og sjónvarpi.

    Nauðsynlegt er að skólaskrifstofan gerir ráð fyrir nokkur undirbúningi fyrir upphaf skólastarfs, s.s. um val á skólum og að skólastjórnendur tilnefni tengilið við farkennara í hverjum skóla fyrir sig.  Einnig er nauðsynlegt að allir dönskukennarar sem munu taka þátt í samstarfi við farkennara hafi fengið upplýsingar í hendur áður en skólastarfið hefst eftir sumarfríinu. 

  • greiðir kostnað við ferðir farkennarans um umdæmið, m.a. tímabundna gistingu ef þörf krefur.   

 

  • greiðir kostnað við tengingu síma og veraldarvefsins. 

 

Ef um er að ræða samstarf milli fleiri sveitarfélaga gera þau milli sín samning varðandi kostnað vegna farkennarans. 

Menntavísindasvið við Háskóla Íslands og danska menntamálaráðuneytið greiða útgjöld vegna samstarfsfunda farkennara, svo og  vegna undirbúningsnámskeiðs sem efnt verður til fyrir farkennara í upphafi dvalarinnar. Fyrrgreindir samstarfsfundir með dönskum lektor við Menntavísindasvið og öðrum starfandi farkennara eru haldnir tvisvar á misseri, og að auki eru haldnir matsfundir með samstarfsaðila á Menntavísindasviði og fulltrúa frá danska menntamálaráðuneytinu.  

Við val á húsnæði fyrir farkennara er gert ráð fyrir að sveitafélagið og skólaskrifstofan finni og leggi til stúdíóíbúð með húsgögnum, síma og nauðsynlegum heimilisbúnaði, þar sem farkennari hefur fast aðsetur.  Farkennarinn greiðir kostnað vegna rafmagns og hita og farkennarinn greiðir einnig sjálfur afnotagjöld og notkun af vefaldarvefnum, síma og sjónvarpi. 

Dagleg framkvæmd og skipulagning á starfi farkennara er í höndum sveitarfélagsins / skólaskrifstofu, er tilnefnir starfsmann sem fastan tengilið við farkennarann. Einnig er æskilegt að sveitarfélagið/skólaskrifstofan tilnefni dönskukennara sem faglegan tengilið við farkennarann.  

Til að tryggja bestan faglegan árangur af starfi farkennarans skal miða við eftirfarandi:  

 Farkennarinn starfi í hverjum skóla í fjórar til átta vikur í senn. 

  1. Skólinn tilgreini með góðum fyrirvara hvaða kennari/ar muni taka á móti og starfa með farkennaranum. 
  1. Við val á kennurum og skólum skuli þau sjónarmið höfð í huga að reynsla farkennarans nýtist þegar til lengri tíma er litið. 
  1. Allir dönskukennarar sem munu taka þátt í samstarfi við farkennarann hafi fengið upplýsingar í hendur um leið og skólastarf hefst eftir sumarfrí og áður en farkennari hefur störf. 
  1. Farkennarinn vinnur ekki sem forfallakennari. 

Nauðsynlegt er að sveitarfélagið / skólaskrifstofan undirbúi komu farkennarans tímanlega áður en skólastarf hefst, m.a. með því að ganga frá starfsáætlun og sjá til þess að skólastjórnendur tilnefni tengilið í skólanum.   

Hefurðu áhuga á að fá farkennara í skólann eða fræðast meira um verkefnið? Fylltu þá út formið hér að neðan og við verðum í sambandi við þig.
Please enable JavaScript in your browser to complete this form.
Áhugi er að fá farkennarann skólaárið:
Athugið að þar sem einungis tveir farkennarar koma til Íslands, á hverju ári, er ekki víst að hann geti komið til ykkar í ár - því er hægt að velja fleiri en einn möguleika ef það gæti hentað að hann komi síðar
Dagleg framkvæmd og skipulagning á starfi farkennara er í höndum sveitarfélagsins
Mikilvægt er að fá samþykki sveitarfélagsins til að hægt sé gera samning um ráðningu farkennarans.
Skólastig (copy) (copy)
Hægt er að velja bæði...
Nafn þess sem sækir um
Netfang þess sem sækir um
Hér má koma smá lýsing á dönskukennslunni í skólanum og hvernig þú sérð fyrir þér hvernig farkennari gæti nýst ykkur